George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 10:00 George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira