Ragnar Sig: Aldrei áður lent í því að fara efast um sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 09:30 Ragnar Sigurðsson var frábær á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Sjá meira