Tólfunni flogið til Lúxemborgar til að taka Víkingaklappið á jólagleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 12:02 Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér. Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér.
Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30