Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 18:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. Var niðurstaða fundarins sú að Píratar færðu forseta til baka hið táknræna umboð. „Niðurstaðan er frá okkar hendi er sú að við færðum honum hið táknræna umboð og fórum yfir með honum hvernig vinnunni var undið fram og hvernig við sjáum fyrir okkur framtíðina.“ Aðspurð sagðist henni hafa komið það á óvart að ekki hafi tekist að fara í formlegar viðræður á milli flokkanna fimm. „Við vorum komin með svona 90 prósent, það vantaði upp á vilja til að málamiðla í mjög stórum málum, sem að við vorum þó komin langt með. Það kom okkur kom mjög á óvart að það skildi ekki takast í dag.“Ósanngjarnt að benda á flokk sem viðræður hafi strandað á Henni finnst það þá ósanngjarnt að benda á einhvern einn flokk sem viðræðurnar hafi strandað á. „Ég vil ekki fara að setja puttann á einn flokk, mér finnst það ósanngjarnt. Mér fannst fólk vera að leggja sig fram af heilum hug í allri þessari vinnu. Þetta var góð vinna og við fengum tækifæri til þess að fá betri skilning á því hvað fólk leggur mesta áherslu á í ólíkum málefnaflokkum. Við náðum samstöðu um hluti sem við ég hélt að væri mjög erfitt að ná samstöðu um og ég trúi ekki öðru en það verði hægt að halda áfram að vinna út frá því inn á þinginu.“ Hún segist þó ekki trúa öðru en að fólk sé tilbúið að vinna áfram með þær niðurstöður sem náðust á fundinum í dag. „Nú skiptir miklu mali að allir flokkarnir voru sammála um að mikilvægt væri að forgangsraða í heilbrigðismálum, menntamálin og aðra innviði sem kalla á slíkt. Þá voru allir flokkarnir sammála um stjórnarskrármálið og aðferðarfræði um hvernig við getum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Svo ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að halda áfram að vinna með þær niðurstöður sem náðum í dag.Ekki fullreynt með stjórnarsamstarf flokkanna fimmSpurð um hvort að fullreynt væri með samstarf flokkanna fimm eftir niðurstöðu dagsins svaraði hún því neitandi. „Nei, það er ekki fullreynt, en að sjálfsögðu er það þannig að þegar það er ekki hægt að komast lengra er ekkert réttlætt að ég sé með umboðið eða Píratar. Mér finnst alveg sjálfsagt að allir tali við alla eins og reynt var um daginn, það var mjög árangursríkt. Í raun og veru náðu flokkarnir fimm saman út af því að flokkarnir höfðu tækifæri til að tala saman. Nú hefur fólk greint sínar sársaukalínur þó það hafi ekki verið tilbúið til að ganga alla leið í dag.“ Þá hefur ekkert breyst í afstöðu Pírata til samstarfs við stjórnarflokkanna tvo, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. „Við vorum mjög afgerandi með það fyrir kosningar að við ætluðum ekki í samstarf með stjórnarflokkunum. Ég hef ekki séð neitt koma frá þeim flokkum sem gefur til kynna að eitthvað hafi breyst hjá þeim.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26