Norðmenn taka markaði sem Íslendingar missa á meðan verkfalli stendur Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 15. desember 2016 14:56 Skaðinn af sjómannaverkfallinu sem hófst í gær er þegar skeður, segir einn af stærstu útflytjendum á ferskum fiski, sem er verðmætasta útflutningsgrein sjávarútvegsins. Norðmenn hafa þegar undirbúið sig að komast inn á þennan markað. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þegar talað er um ferskan fisk er átt við fisk sem er unnin glænýr og sendur strax á markað með flugi, en hann gefur hæsta afurðaverð allra fiskafurða að sögn Péturs Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík.Snúa sér strax annað „Þessi ferski markaður er svolítið öðruvísi en það sem við þekkjum í saltfiski, frystum og þurrkuðum. Þetta gerist strax. En um leið og veitingamaðurinn í París, eða hvar sem er, heyrir að það sé hætta á að hann fái ekki fiskinn sinn þá snýr hann sér strax annað,“ sagði Pétur við Bylgjuna sem bætti við að alltaf hafa verið ákveðinn óróa á mörkuðum í desember. „Hann er meiri núna. Menn finna aðeins fyrir því að það eru aðrir komnir inn og kaupendur farnir að breyta sínum innkaupa strúktúr.“Meinar þú að skaðinn sé kannski þegar skeður? „Skaðinn verður um leið og verkfallið er boðað,“ svaraði Pétur.Eins dauði er annars brauð Spurður hvort Norðmenn séu tilbúnir að hlaupa í skarðið svaraði hann því játandi. „Eins dauði er annars brauð í þessu eins og öðru,“ sagði Pétur. Hann sagði íslenska fiskútflytjendur hafa hingað til selt sig sem 52 vikna örugga birgja. „Og það traust fer núna. Og við þurfum að byrja upp á nýtt að sanna okkur. Við erum þegar búin að sjá skaða af fiskverði. Menn sjá það bara á verðum á íslenskum fiskmörkuðum.“Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirEngin lausn í sjónmáli Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir í samtali við Vísi enga lausn í sjónmáli og verið sé að byrja samningaferli við útgerðirnar upp á nýtt. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður á þriðjudag og allt útlit fyrir að sjómenn séu komnir í jólafrí. Talað er um á meðal sjómanna að verkfallið nú gæti orðið það lengsta sem um getur en Valmundur segir allt of snemmt að segja til um það. Lengsta sjómannaverkfallið til þessa var vorið 2001 sem stóð yfir í sjö vikur en var stöðvað 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu.30 prósenta kauplækkun svíður Valmundur segir að sjómönnum svíði að kaup þeirra hafi lækkað talsvert út af gengismálum og sölumálum erlendis. „Þarna svíður mönnum að fá 30 prósenta kauplækkun á einu ári. Við getum ekki leiðrétt það með því að segja að við viljum fá þetta bætt. En ég held að mönnum svíði þessar föstu greiðslur sem menn voru með, til dæmis sjómannaafslátturinn. Hann var tekinn af stjórnvöldum. En við erum ekki að semja við þau. Þannig að við erum með kröfu á útgerðina að hún greiði okkur sjómannaafsláttinn.“ Hann segir sjómenn einnig ósátta við olíugjaldið, þar sé sóknarfæri ásamt í sjómannaafslættinum. Þá er krafa frá sjómönnum að allur fiskur fari á markað en Valmundur bendir á að meðan stjórnkerfi fiskveiða er eins og það er í dag sé það ekki í boði. Útgerðarmenn sem eiga skip og vinnslu ráða því nánast alfarið hvað þeir gera við aflann, hvort hann fer á markað eða til þeirra sjálfra. „En við náðum ákveðnum árangri í því að ná að tengja stærstan hluta á þorskinum við 80 prósent markaðstengingu sem var 76 prósent fyrir,“ segir Valmundur.Ekki samið nema öllum kröfum verði mætt Hann segir fæðispeninga einnig sitja í mönnum. „Við vorum komnir með hálfgildings loforð um að fá hluta af því skattfrjálst en ég hef ekki trú á að það sé í boði lengur. Það er ekki einu sinni ríkisstjórn við völd,“ segir Valmundur. Ef leysa á þessa deilu sem fyrst segir Valmundur aðeins eitt koma til greina að hálfu sjómanna, að gengið verði að öllum kröfum sjómanna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Skaðinn af sjómannaverkfallinu sem hófst í gær er þegar skeður, segir einn af stærstu útflytjendum á ferskum fiski, sem er verðmætasta útflutningsgrein sjávarútvegsins. Norðmenn hafa þegar undirbúið sig að komast inn á þennan markað. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þegar talað er um ferskan fisk er átt við fisk sem er unnin glænýr og sendur strax á markað með flugi, en hann gefur hæsta afurðaverð allra fiskafurða að sögn Péturs Pálssonar, framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík.Snúa sér strax annað „Þessi ferski markaður er svolítið öðruvísi en það sem við þekkjum í saltfiski, frystum og þurrkuðum. Þetta gerist strax. En um leið og veitingamaðurinn í París, eða hvar sem er, heyrir að það sé hætta á að hann fái ekki fiskinn sinn þá snýr hann sér strax annað,“ sagði Pétur við Bylgjuna sem bætti við að alltaf hafa verið ákveðinn óróa á mörkuðum í desember. „Hann er meiri núna. Menn finna aðeins fyrir því að það eru aðrir komnir inn og kaupendur farnir að breyta sínum innkaupa strúktúr.“Meinar þú að skaðinn sé kannski þegar skeður? „Skaðinn verður um leið og verkfallið er boðað,“ svaraði Pétur.Eins dauði er annars brauð Spurður hvort Norðmenn séu tilbúnir að hlaupa í skarðið svaraði hann því játandi. „Eins dauði er annars brauð í þessu eins og öðru,“ sagði Pétur. Hann sagði íslenska fiskútflytjendur hafa hingað til selt sig sem 52 vikna örugga birgja. „Og það traust fer núna. Og við þurfum að byrja upp á nýtt að sanna okkur. Við erum þegar búin að sjá skaða af fiskverði. Menn sjá það bara á verðum á íslenskum fiskmörkuðum.“Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirEngin lausn í sjónmáli Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir í samtali við Vísi enga lausn í sjónmáli og verið sé að byrja samningaferli við útgerðirnar upp á nýtt. Næsti sáttafundur hefur verið boðaður á þriðjudag og allt útlit fyrir að sjómenn séu komnir í jólafrí. Talað er um á meðal sjómanna að verkfallið nú gæti orðið það lengsta sem um getur en Valmundur segir allt of snemmt að segja til um það. Lengsta sjómannaverkfallið til þessa var vorið 2001 sem stóð yfir í sjö vikur en var stöðvað 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu.30 prósenta kauplækkun svíður Valmundur segir að sjómönnum svíði að kaup þeirra hafi lækkað talsvert út af gengismálum og sölumálum erlendis. „Þarna svíður mönnum að fá 30 prósenta kauplækkun á einu ári. Við getum ekki leiðrétt það með því að segja að við viljum fá þetta bætt. En ég held að mönnum svíði þessar föstu greiðslur sem menn voru með, til dæmis sjómannaafslátturinn. Hann var tekinn af stjórnvöldum. En við erum ekki að semja við þau. Þannig að við erum með kröfu á útgerðina að hún greiði okkur sjómannaafsláttinn.“ Hann segir sjómenn einnig ósátta við olíugjaldið, þar sé sóknarfæri ásamt í sjómannaafslættinum. Þá er krafa frá sjómönnum að allur fiskur fari á markað en Valmundur bendir á að meðan stjórnkerfi fiskveiða er eins og það er í dag sé það ekki í boði. Útgerðarmenn sem eiga skip og vinnslu ráða því nánast alfarið hvað þeir gera við aflann, hvort hann fer á markað eða til þeirra sjálfra. „En við náðum ákveðnum árangri í því að ná að tengja stærstan hluta á þorskinum við 80 prósent markaðstengingu sem var 76 prósent fyrir,“ segir Valmundur.Ekki samið nema öllum kröfum verði mætt Hann segir fæðispeninga einnig sitja í mönnum. „Við vorum komnir með hálfgildings loforð um að fá hluta af því skattfrjálst en ég hef ekki trú á að það sé í boði lengur. Það er ekki einu sinni ríkisstjórn við völd,“ segir Valmundur. Ef leysa á þessa deilu sem fyrst segir Valmundur aðeins eitt koma til greina að hálfu sjómanna, að gengið verði að öllum kröfum sjómanna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00