Innflytjandi á Alþingi segir innflytjendur geta gert gagn í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 21:15 Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar. Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar.
Alþingi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira