Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 18:55 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur. Verkfall sjómanna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. Ótímabundið verkfall sjómanna hófst klukkan átta á miðvikudagskvöld en þeir hafa nú í annað sinn á árinu fellt kjarasamninga við útgerðarfyrirtæki. Hvað fer þjóðarbúið á mis við þegar veiðar og vinnsla eru annars vegar vegna verkfalls sjómanna? Íslensk fyrirtæki selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 640 milljónir króna á dag samkvæmt tölum sem fréttastofan aflaði hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Á viku eru þetta rúmlega 7,2 milljarðar króna. Á þriggja mánaða tímabili í desember, janúar og febrúar næstkomandi var áætlað að Íslendingar myndu selja sjávarafurðir til útlanda fyrir 57,6 milljarða króna. Það er því ljóst að verkfall sjómanna verður mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið ef það dregst á langinn.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsVísirTelur langa og erfiða deilu framundan „Það er oft talað um að verkföll eigi ekki að bitna á þriðja aðila en ef þau gera það ekki þá bíta þau ekki og verkfallið okkar auðvitað bítur. Menn telja sig komna út í horn. Sjómenn segja okkur það jeð því að fella í annað skiptið kjarasamning sem borinn er á borð fyrir þá. Ef þetta er orðið svona þá þarf eitthvað meira að koma til heldur en það sem var í boði,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. En hver er kjarninn í ágreiningu sjómanna og útgerðarfyrirtækja? Upplifun þessara aðila af kjaraviðræðunum er mjög ólík. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær gær að „erfitt væri að lækna ósætti sem ekki væri hönd á festandi.“ Sjómenn hafa aðallega lagt áherslu á mönnun skipa sem þeir telja óboðlega og þátttöku sjómanna í olíukostnaði sem þeir eru ósáttir við. Þá vilja þeir hækkun sjómannaafsláttar. „Lausnin er að ganga að öllum okkar kröfum. Það er bara þannig. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að þegar tveir deila er stundum erfitt að finna lausnir. Mig grunar að þetta geti orðið löng og erfið deila,“ segir Valmundur.
Verkfall sjómanna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira