Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Þorgeir Helgason skrifar 17. desember 2016 07:00 Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira