Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 19. desember 2016 22:16 Frá vettvangi. mynd/epa Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43