Vistvæna bullið Jóhannes Gunnarsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Neytendur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar