Stóra brúneggjamálið – punktar Ari Teitsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hefur brúneggjamálið verið fyrirferðarmeira í fjölmiðlaumfjöllun en önnur mál og margt íhugunarvert komið fram. Í leiðara síðasta tölublaðs Skarps segir: „Sumir hafa verið að sproksetja og jafnvel úthúða pilti (yfirhana í Brúneggjum) fyrir dýraníð og falsanir. Sem er algjörlega óverðskuldað. Þetta er bara ósköp venjulegur kapítalisti að sinna sinni hugsjón – að græða meira í dag en í gær.“ Þarf það að vera verri skýring en hver önnur á eðli málsins? Í þættinum Vikulokin benti lögfræðingurinn Gísli Tryggvason á að ef til vill væri unnt að lögsækja verslunina og framleiðendur fyrir að hafa blekkt neytendur og selt þeim falsaða vöru á yfirverði. Athygli vakti að lögfræðingurinn nefndi verslunina á undan framleiðanda sem vekur spurningar um ábyrgð hennar. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort verslanir voru almennt að selja brúnegg með sömu álagningarprósentu og önnur egg, því hafi svo verið hafa verslanir miðað við ætlaða meðalálagningu á eggjum trúlega hagnast um einhverja tugi milljóna á ári á brúneggjasölu. Athugun á því væri verðugt verkefni fyrir nýjan Kastljósþátt. Svo sem vænta mátti benda „kapítalistar“ og jafnvel fleiri á að nú verði að gefa innflutning á eggjum frjálsan til að tryggja hag neytenda. En er endilega víst að sú gjörð tryggi hag neytenda best? Nýleg athugun RÚV bendir til að verð sambærilegrar vöru sé hér a.m.k. 30% hærra en verð í Bretlandi og tæplega ástæða til að ætla að annað gildi um innflutt egg. Þá bendir aðkoma verslunarinnar að sölu brúneggja undanfarin ár ekki til að verslunin tryggi að seld egg séu framleidd við viðunandi aðstæður eða að raunveruleg gæði endurspeglist í útsöluverði. Flutningskostnaður og kolefnishalli Því gæti farið svo að eftir fyrsta sýndarinnflutning verði boðin innflutt egg, framleidd við óþekktar aðstæður, á verði sem er langt yfir markaðsverði sambærilegrar vöru í þeim löndum sem flutt er frá. Við þetta bætist síðan að yfir 70% eggjanna er vatn og með eggjainnflutningi værum við að stórum hluta að flytja inn vatn af óvissum uppruna með tilheyrandi flutningskostnaði og kolefnishalla. Frá þjóðhagslegu og hnattrænu sjónarhorni er því í raun ekki vit í öðru en að framleiða hér þau egg sem þjóðin (og ferðamenn) þurfa. Það þyrfti því að vera unnt að gera með svipuðum framleiðslukostnaði og í erlendum eggjabúum, séu kröfur til framleiðslunnar áþekkar. Ef til vill ætti fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um endurskoðun landbúnaðarstefnu að vera athugun á hvernig koma megi innlendri eggjaframleiðslu og sölu þannig fyrir að hún tryggi neytendum góð íslensk egg á sanngjörnu verði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun