Fjársvelti mun lama Landhelgisgæsluna Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Að óbreyttu mun sú staða koma upp að ekki verður hægt að koma nauðstöddum til aðstoðar, segir forstjóri LHG. vísir/vilhelm „Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Afleiðingar þessa, verði frumvarpið að lögum, eru að skila þarf þyrlu, ekki verður unnt að gera út nema eitt varðskip og aðeins hluta úr ári og segja þarf upp tugum starfsmanna sem hafa hlotið verðmæta þjálfun og reynslu. Fari svo er um að ræða mikið tjón sem erfitt verður að bæta. Ljóst er að sú staða mun koma upp á einhverjum tímapunkti að Landhelgisgæslan getur ekki siglt varðskipi á strandstaði, flogið þyrlu út á sjó að sækja sjómenn í vanda eða komið týndum og slösuðum til aðstoðar á landi þegar kallið berst.“ Þetta eru viðbrögð forstjóra Landhelgisgæslunnar, Georgs Lárussonar, þegar hann er spurður um nýframlagt fjárlagafrumvarp. Í texta frumvarpsins er með skýrum hætti farið í gegnum þarfir Gæslunnar til næstu ára, og hversu gríðarleg þörf er á að bæta stöðu stofnunarinnar umtalsvert – bæði með tilliti til löggæslu á hafi og leitar- og björgunarþjónustu. Þrátt fyrir þá upptalningu er það tekið fram að „ekki gefst tækifæri til að auka fjárveitingar“ hvað báða þessa þætti varðar árið 2017.Georg LárussonGeorg segir jafnframt að í ljósi framlagðs fjárlagafrumvarps sé staða Landhelgisgæslunnar grafalvarleg og verði það að lögum sé „allt sem bendir til þess að Landhelgisgæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands“, eins og segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjárframlög til Landhelgisgæslu Íslands hafa verið skorin niður um 30 prósent frá árinu 2009 sem nemur um 1.200 milljónum króna. Á sama tíma hafa verkefni Landhelgisgæslunnar stóraukist, meðal annars vegna gífurlegrar fjölgunar ferðamanna og mikillar aukningar í siglingum á leitar- og björgunarsvæði Íslands. Gæslan hefur allt frá árinu 2010 aflað sértekna í útlöndum til að mæta þessum niðurskurði að hluta. „Með því móti tókst að halda uppi lágmarks björgunar- og öryggisþjónustu, mannskap í þjálfun og viðhalda verðmætum tækjum. Nú er svo komið að skip Landhelgisgæslunnar sem notuð hafa verið til þeirra verkefna eru orðin of gömul og því ekki lengur gjaldgeng á erlendum markaði. Af þeim sökum verður Landhelgisgæslan af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári. Til að bæta það upp og leita leiða til að rétt halda í horfinu með lágmarks viðbragði vegna leitar og björgunar, óskaði Landhelgisgæslan eftir hækkuðu fjárframlagi sem nemur 300 milljónum króna.Stöðumat Gæslunnar í frumvarpi til fjárlagaSamkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir þeirri hækkun,“ segir Georg og bætir við að Gæslan leggi traust sitt á nýkjörið þing. Að óbreyttu sé verið að kasta gríðarlegum verðmætum í grunnstoðum samfélagsins fyrir róða í skiptum fyrir tiltölulega litlar upphæðir. „Það er nauðsynlegt að hér sé lágmarks björgunargeta og Íslendingar sem sjálfstæð þjóð geta ekki látið það um sig spyrjast að hún geti ekki bjargað sér sjálf né þeim gestum sem koma til landsins eða sigla á hafsvæðum okkar,“ segir Georg. Í fjárlagafrumvarpinu sjálfu kemur fram að aðhaldskrafa milli áranna 2009 og 2015 nemur um það bil 1,2 milljörðum króna. Því má ætla að til að ná sama stað og Landhelgisgæslan var á fyrir hrun vanti að minnsta kosti sömu upphæð inn í reksturinn – og er þá ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna Gæslunnar vegna ferðamannastraumsins til landsins og fleiri þátta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira