Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 18:06 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira