Vill konu í formann KSÍ og útilokar ekki framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2016 23:21 Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns 2007 og útilokar ekki að endurtaka leikinn í febrúar. Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56