Lífræn ræktun gæti skaðast Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Hænur Nesbúeggja í lífræna búinu að Miklholtshelli II hafa yfirbyggðan vetrargarð til umráða. Fréttablaðið/Anton „Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
„Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira