Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Kristinn Hugason Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira