Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 17:09 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06