Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 13:47 Katrín Jakobsdóttir vísar öllum ásökunum um hótanir á bug. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47