Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi grunnskólakennara á Akureyri í gær. Mikill hugur er í fólki að berjast fyrir leiðréttingu á launum þeirra. vísir/auðunn Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þungt hljóð er í kennurum á Akureyri vegna kjarabaráttu kennara. Kollegar þeirra á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt upp störfum í stórum stíl og gangi uppsagnir eftir gæti ófremdarástand skapast í kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar á Akureyri lögðu einnig niður störf í gær og gengu til fundar þar sem farið var yfir stöðuna. Helga Dögg Sverrisdóttir, ein af skipuleggjendum samstöðufundar á Akureyri, segir stöðuna alvarlega og fundurinn því mjög mikilvægur svo stéttin geti talað saman og stappað stálinu hvert í annað.Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari á Akureyri.vísir/auðunn„Nú er boltinn hjá sveitarfélögunum að bæta laun kennara. Það gengur ekki að við séum alltaf látin sitja eftir. Til þess að við samþykkjum þriðja samninginn sem skrifað er undir er ljóst að það þarf að bæta verulega í,“ segir Helga Dögg. „Við hljótum að sjá að menntun kennara og sú ábyrgð sem er sett á herðar okkar er ekki í samræmi við laun okkar. Þessu þarf að breyta.“ Hún segir kennara á Akureyri vera tilbúna til að ganga lengra en þetta til að berjast fyrir hærri launum. Hún segir einnig að komi til verkfalls gæti það gerst að flótti bresti á í stéttinni. „Það er næga vinnu að hafa fyrir fólk með kennaramenntun í samfélaginu. Við sjáum það til dæmis glögglega í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þurfi að koma til verkfalls gæti ég séð mun fleiri hætta kennslu og færa sig um set á vinnumarkaði, fá mun betur borgað og þurfa ekki að fara á verkfallsbætur á meðan,“ segir Helga og bætir við að nýliðun í stéttinni sé allt of lítil. „Ef það er vilji til að viðhalda stéttinni með menntuðu og öflugu fólki þarf að sýna það í verki.“ Grunnskólakennarar á Ísafirði mættu einnig á fund bæjarráðs í gær og lásu þar upp áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Skoruðu kennarar á bæinn að samið yrði við grunnskólakennara sem fyrst. Ef ekkert verður að gert að mati kennara á Ísafirði mun grunnskólakerfið bíða alvarlegan hnekki. „Lág laun kennara hafa nú þegar valdið uppsögnum og sækja sífellt færri í kennaranám og margir menntaðir kennarar sækja í önnur störf. Alvarlegur kennaraskortur blasir því við á næstu misserum. Við krefjumst þess að grunnlaun kennara hækki nú þegar til samræmis við laun framhaldsskólakennara,“ segir í yfirlýsingu þeirra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46 Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld Foreldrafélög grunnskólanna sex í Breiðholti skora á borgaryfirvöld að semja við kennara hið fyrsta. 22. nóvember 2016 08:46
Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58
Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42