Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2016 21:28 Mikil reiði hefur brotist út á Facebook, fólk telur sig illa svikið og fer aðbúnaður hænsnanna mjög fyrir brjóstið á mannskapnum. Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST. Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST.
Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent