Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 18:39 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“ Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“
Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50