Ofurtunglið verður ekkert kvikmyndatungl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 13:30 Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tunglið er fallegt og heillandi. Stundum er það stórt, stundum er það lítið, stundum er það eins og appelsína og stundum eins og banani. Vísir heyrði í Sævari Helga Bragasyni, formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, varðandi ofurtunglið sem mun birtast landsmönnum á morgun. Á vef Guardian er sagt að tunglið verði það stærsta í 68 ár og þeir sem ekki eru komnir á eftirlaunaaldur munu aldrei hafa séð jafn stórt og bjart tungl. Vísir bar þetta undir Sævar sem segir að fólk muni ekki sjá mikinn mun á ofurtunglinu og fulla tunglinu sem verður t.a.m. í næsta mánuði. „Þetta er eins og munurinn á 15 tommu og 16 tommu pítsu. Maður sér muninn ef þær eru hlið við hlið.“ segir Sævar og bendir á að tunglið verði ekki eins og ofurtunglin sem við sjáum í kvikmyndunum. „Þetta er eitthvað sem gerist á hverju einasta ári en núna hefur fullt tungl, eins og það er á morgun, ekki verið nær okkur síðan í janúar 1948. Þá verður það 48 km nær okkur heldur en það var þá. Munurinn á minnsta og fjarlægasta fulla tungli ársins og svo stærsta og nálægasta er svo hverfandi lítill að það tekur enginn eftir muninum.“ Vísir hafði samband við veðurfræðing sem sagði að það verði skýjað á landinu annað kvöld en þó nokkrar glufur verða einnig. Þá verður skyggni best á norður og austurlandi. Sævar Helgi bendir samt sem áður á að tunglið sé alltaf fallegt og hvetur hann landsmenn til að líta sem oftast til tunglisins og njóta þess að horfa á það. Hægt er að lesa grein um ofurtunglið eftir Sævar á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélagsins.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira