Áskorun: Aukin þróunarsamvinna og ný ríkisstjórn Framkvæmdastjórar hjálparsamtaka skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar