Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Bjarni Benediktsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands í gær. vísir/vilhelm Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48
Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59