Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:09 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02
Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23