Sjáðu draumamark bakvarðarins og hin geggjuðu mörkin í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Thomas Meunier skoraði frábært mark. vísir/getty Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45