Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2016 13:28 Dómur High Court þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Vísir/AFP „Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild. Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
„Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild.
Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24