Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 17:45 Dósent í stjórnmálafræði segir formann Viðreisnar í lykilstöðu í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. vísir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00