Útilokar fjögurra flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2016 13:45 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur besta kostinn fyrir þjóðina vera ríksstjórn sem felur í sér samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. Frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók við umboði til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands á þriðjudag hefur hann átt fundi með formönnum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþlingi auk þingflokks síns. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa þó ekki hafist og Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun um hvern hann boðar til slíkra viðræðna. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman.“Jafnvel þótt Björt framtíð yrði með ykkur í fjögurra flokka stjórn? „Nei, nei og ég held að þau hafi engan áhuga á því heldur.“ Benedikt segist ekki viss hvaða stjórn sé líklegust í augnablikinu. „Það eru margir ólíklegir kostir og tiltölulega fáir eftir.“ Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. Vísir/EyþórStaðan flókin - ummæli Bjarna vekja athygli Að þessu sögðu er staðan mjög flókin. Ummæli Bjarna Benediktssonar eftir fund með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu fyrr í þessari viku hafa vakið athygli en þá sagði Bjarni aðspurður um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna: „Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli en ég hef hins vegar verið að velta því upp hvort að þau atriði sem mest ber í milli séu þau atriði sem helst verða á dagskrá á næstu árum. Það er ekkert endilega augljóst,“ sagði Bjarni en ummælin má túlka á þann veg að þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur sé ekki óbrúanlegur og að flokkarnir séu sammála um brýnustu verkefnin. Engin tveggja flokka stjórn hefur nægan þingstyrk og ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir ná saman þurfa þeir stuðning þriðja flokksins til að ríkisstjórnin haldi velli. Einhverjir stuðningsmenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru spenntir og áhugasamir um samstarf þessara tveggja flokka, VG og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur verið bent á að þrátt fyrir að flokkarnir tveir séu á öndverðum meiði þegar pólitísk hugmyndafræði sé annars vegar sé ekki ágreiningur á milli þeirra um brýnustu verkefni ríkisins. Eins og fjárfestingu í innviðum, eflingu menntakerfisins og aukin útgjöld til heilbrigðismála. Þá eru báðir flokkarnir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu í prinsippinu þótt VG vilji leiða fram þjóðarvilja um áframhald aðildarviðræðna við sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að það væri farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina, ef þessir flokkar næðu saman. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru alls konar erfiðleikar sem eru samfara slíkri stjórnarmyndun og það þarf kannski svolítill tími að líða til þess að hún geti orðið að veruleika,“ segir Styrmir.Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að það gæti orðið erfitt að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Mun það ekki leggjast dálítið illa í grasrótina í VG? „Jú ég held að þar sé vandinn. Ég held að vandinn sé ekki fólginn í ólíkri málefnastöðu þessara flokka. Ég fjalla nú um það í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem ég færi rök fyrir því að þeir eigi að geta náð saman um helstu málefni sem um er að ræða. Ég held hins vegar að vandinn sé fólginn í þeim áratuga gömlu tilfinningum sem er til staðar á milli þessara gömlu stjórnmálaafla. Ég held að þessi vandi sé í raun og veru frekar tilfinningalegur en frekar vandi við að ná saman um málefni.“Menn hafa sagt að það hafi verið koss dauðans fyrir Samfylkinguna að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Er ekki lykilatriðið í þessu sambandi hvernig menn nálgast slíkt samstarf þannig að VG getur farið í stjórnarsamstarf við flokk sem er á öndverðum meiði ef flokkurinn stendur vörð um sín grunngildi í slíku samstarfi? „Ég var þeirrar skoðunar árið 2007 að það hafi verið mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að ganga til samstarf við Samfylkinguna á þeim tíma en þá var ég að nálgast málið út frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað snýst þetta allt um hvernig menn nálgast svona mál. Mér finnst bara að í ljósi þess að þessi mikli ágreiningur á milli manna á hægri og vinstri vængnum varð auðvitað til af hugmyndafræðilegum ástæðum sem ekki eru lengur til staðar. Hann varð líka til vegna Kalda stríðsins á milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Því er líka lokið og hvers vegna í ósköpunum ættu menn ekki að geta náð saman um íslensk innalandsmál þegar önnur mál eru ekki að þvælast fyrir? Ég skil það ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins telur besta kostinn fyrir þjóðina vera ríksstjórn sem felur í sér samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins. Frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók við umboði til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands á þriðjudag hefur hann átt fundi með formönnum þeirra flokka sem eiga kjörna fulltrúa á Alþlingi auk þingflokks síns. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa þó ekki hafist og Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun um hvern hann boðar til slíkra viðræðna. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar útilokar þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum jafnvel þótt Björt framtíð yrði líka með í fjögurra flokka stjórn. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman.“Jafnvel þótt Björt framtíð yrði með ykkur í fjögurra flokka stjórn? „Nei, nei og ég held að þau hafi engan áhuga á því heldur.“ Benedikt segist ekki viss hvaða stjórn sé líklegust í augnablikinu. „Það eru margir ólíklegir kostir og tiltölulega fáir eftir.“ Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. Vísir/EyþórStaðan flókin - ummæli Bjarna vekja athygli Að þessu sögðu er staðan mjög flókin. Ummæli Bjarna Benediktssonar eftir fund með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu fyrr í þessari viku hafa vakið athygli en þá sagði Bjarni aðspurður um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna: „Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli en ég hef hins vegar verið að velta því upp hvort að þau atriði sem mest ber í milli séu þau atriði sem helst verða á dagskrá á næstu árum. Það er ekkert endilega augljóst,“ sagði Bjarni en ummælin má túlka á þann veg að þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur sé ekki óbrúanlegur og að flokkarnir séu sammála um brýnustu verkefnin. Engin tveggja flokka stjórn hefur nægan þingstyrk og ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir ná saman þurfa þeir stuðning þriðja flokksins til að ríkisstjórnin haldi velli. Einhverjir stuðningsmenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru spenntir og áhugasamir um samstarf þessara tveggja flokka, VG og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur verið bent á að þrátt fyrir að flokkarnir tveir séu á öndverðum meiði þegar pólitísk hugmyndafræði sé annars vegar sé ekki ágreiningur á milli þeirra um brýnustu verkefni ríkisins. Eins og fjárfestingu í innviðum, eflingu menntakerfisins og aukin útgjöld til heilbrigðismála. Þá eru báðir flokkarnir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu í prinsippinu þótt VG vilji leiða fram þjóðarvilja um áframhald aðildarviðræðna við sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að það væri farsælasta niðurstaðan fyrir þjóðina, ef þessir flokkar næðu saman. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru alls konar erfiðleikar sem eru samfara slíkri stjórnarmyndun og það þarf kannski svolítill tími að líða til þess að hún geti orðið að veruleika,“ segir Styrmir.Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að það gæti orðið erfitt að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Mun það ekki leggjast dálítið illa í grasrótina í VG? „Jú ég held að þar sé vandinn. Ég held að vandinn sé ekki fólginn í ólíkri málefnastöðu þessara flokka. Ég fjalla nú um það í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem ég færi rök fyrir því að þeir eigi að geta náð saman um helstu málefni sem um er að ræða. Ég held hins vegar að vandinn sé fólginn í þeim áratuga gömlu tilfinningum sem er til staðar á milli þessara gömlu stjórnmálaafla. Ég held að þessi vandi sé í raun og veru frekar tilfinningalegur en frekar vandi við að ná saman um málefni.“Menn hafa sagt að það hafi verið koss dauðans fyrir Samfylkinguna að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Er ekki lykilatriðið í þessu sambandi hvernig menn nálgast slíkt samstarf þannig að VG getur farið í stjórnarsamstarf við flokk sem er á öndverðum meiði ef flokkurinn stendur vörð um sín grunngildi í slíku samstarfi? „Ég var þeirrar skoðunar árið 2007 að það hafi verið mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að ganga til samstarf við Samfylkinguna á þeim tíma en þá var ég að nálgast málið út frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað snýst þetta allt um hvernig menn nálgast svona mál. Mér finnst bara að í ljósi þess að þessi mikli ágreiningur á milli manna á hægri og vinstri vængnum varð auðvitað til af hugmyndafræðilegum ástæðum sem ekki eru lengur til staðar. Hann varð líka til vegna Kalda stríðsins á milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Því er líka lokið og hvers vegna í ósköpunum ættu menn ekki að geta náð saman um íslensk innalandsmál þegar önnur mál eru ekki að þvælast fyrir? Ég skil það ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði