Curry svaraði 0-10 leiknum með nýju þriggja stiga meti | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106 NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Golden State Warriors vann tíu stiga sigur á New Orleans Pelicans, 116-106, á heimavelli sínum í Oakland í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og komst þannig aftur á sigurbraut eftir tap gegn Los Angeles Lakers í síðasta leik. Í tapleiknum gegn Lakers skoraði Steph Curry, leikmaður Golden State og besta skytta í sögu NBA-deildarinnar, ekki eina þriggja stiga körfu. Hann reyndi tíu sinnum en aldrei fór boltinn ofan í. Það var í fyrsta sinn í 158 leikjum í röð sem Curry skoraði ekki að minnsta kosti eina þriggja stiga körfu í leik. Curry hafði greinilega lítinn húmor fyrir frammistöðu sinni gegn Lakers því í nótt bætti hann eigið þriggja stiga met og skoraði þrettán þrista í einum og sama leiknum. Fyrra met Curry, sem hann deildi með Kobe Bryant og Donyell Marshall, voru tólf þriggja stiga körfur í einum leik..@StephenCurry30 sets a new NBA record for most threes in a single game with 13 #StephGonnaSteph pic.twitter.com/DAdNDZXWTJ— GoldenStateWarriors (@warriors) November 8, 2016 Curry þurfti ekki nema 17 tilraunir til að skora þessar þrettán þriggja stiga körfur en í heildina skoraði hann 46 stig. Körfuna sem bætti metið skoraði hann þegar 2:23 voru eftir af leiknum. Klay Thompson lagði 24 stig í sarpinn og Kevin Durant 22 stig en silfurlið síðasta tímabils er búið að vinna fimm af sjö fyrstu leikjum sínum. Anthony Davis, ofurstjarna Pelicans, var langstigahæstur í sínu liði með 33 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Oklahoma City byrjar lífið eftir Kevin Durant mjög vel en liðið er búið að vinna sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Það lagði Miami Heat, 97-85, í nótt þar sem Enes Kanter kom sterkur inn af bekknum og var stigahæstur með 24 stig. Tyrkinn spilaði 21 mínútu í leiknum en hitti úr tíu af tólf skotum sínum í teignum og öllum fjórum vítaskotunum. Þar að auki tók Kanter tíu fráköst. Russell Westbrook skoraði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Utah Jazz 84-109 Washington Wizards - Houston Rockets 106-114 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 122-100 Chicago Bulls - Orlando Magic 112-80 OKC Thunder - Miami Heat 97-85 LA Clippers - Detroit Pistons 114-82 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 116-106
NBA Tengdar fréttir 157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00 Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15 Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
157 leikja hrina Curry með þriggja stiga körfu á enda Eftir 157 leiki í röð með þriggja stiga körfu mistókst verðmætasta leikmanni deildarinnar, Steph Curry, að setja niður þrist í óvæntu tapi gegn Lakers í nótt en hann hitti ekki úr einu skoti í tíu tilraunum. 5. nóvember 2016 22:00
Miklu minna um skvettur hjá Skvettubræðrum í vetur Golden State Warriors vann í fyrravetur fleiri leiki en nokkurt annað lið í NBA-sögunni og fékk síðan til sín einn besta leikmann deildarinnar í sumar. Breytingarnar eru ekki að hafa góð áhrif á Skvettubræðurna. 7. nóvember 2016 23:15
Curry: Allen er besta skytta sögunnar Stephen Curry, verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, hrósar Ray Allen, sem greindi frá því í gær að hann væri hættur að spila körfubolta, í hástert. 2. nóvember 2016 23:30