Fyrirheit stjórnvalda reyndust orðin tóm Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Nemendur Háskóla Íslands á haustmisseri eru skráðir 13.000. Vísir/Ernir Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu. Kosningar 2016 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit um að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD á þessu ári og Norðurlandanna árið 2020. Ekkert er minnst á þessi fyrirheit í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017 til 2021. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að skólinn hafi búið við skertar fjárveitingar árum saman um leið og nemendum hefur fjölgað mikið og kröfur til skólans stóraukist. „Háskólinn hefur gætt ýtrasta aðhalds í öllum rekstri, en lengra verður ekki gengið án þess að gæðum náms og kennslu sé stefnt í voða og stöðu og orðspori skólans á alþjóðavettvangi ógnað. Fyrir liggur að skólinn verður að óbreyttu rekinn með um 300 milljóna króna halla á þessu ári sem er fordæmalaust og óvissa er um framhaldið,“ segir Jón Atli í viðtali við Fréttablaðið.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli gerir að umtalsefni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að stjórnvöld hafa ekki efnt fyrirheit sín um framlög til skólans. Aðspurður segir hann að í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sé kveðið á um að standa við framlög til Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands sem þýðir að framlög til Háskóla Íslands skuli aukast í áföngum uns meðalfjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum verði náð árið 2020. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sé þetta markmið ítrekað. „Þetta fyrirheit hefur ekki verið efnt og eru því gífurleg vonbrigði að í nýlega samþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021, þar sem gert ráð fyrir verulegri útgjaldaaukningu til ýmissa innviða af hálfu ríkisins, er háskólastigið skilið eftir,“ segir Jón Atli og bætir við að til að gera allra brýnustu leiðréttingar á reikniflokkum ólíkra námsgreina þurfi skólinn um 1,5 milljarða króna strax árið 2017. Núverandi staða hamli eðlilegum og nauðsynlegum kennsluháttum við háskólann. „Dregið hefur verið úr þjónustu við nemendur, álag á starfsfólk aukist til muna og þurft hefur að fresta nauðsynlegri fjárfestingu í tækjum, búnaði og öðrum innviðum á undanförnum árum. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Augljóst er að langvarandi undirfjármögnun Háskólans mun hafa bein áhrif á grunnstoðir samfélagsins og draga jafnframt úr áhuga og möguleikum ungs fólks á að mennta sig og starfa á Íslandi,“ segir rektor. Jón Atli segir í grein sinni í Læknablaðinu að áhrifa þessarar alvarlegu stöðu muni að óbreyttu ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu, enda starfi Háskóli Íslands og Landspítalinn sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríflega 2.000 nemendur leggja nú stund á nám á fjölmörgum fræðisviðum sem tengjast heilbrigðiskerfinu.
Kosningar 2016 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira