Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2016 01:38 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. „Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Þessir flokkar hafa aldrei starfað saman og Panamaskjölin og gamalgróinn ágreiningur gerir þetta erfitt, en ekki ómögulegt,“ segir stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson um mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn með með 21 og því möguleiki á tveggja flokka stjórn á þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði nýjustu tölur vera ákall um fjölbreyttari raddir í stjórnmálum og talaði um að mögulega væri komið að nýjum tímum þegar hún var spurð um álit á þessum tölum í kosningasjónvarpi RÚV.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessorvísir/hanna„Sú spurning hvarflaði að manni um leið og maður heyrði hana segja þetta hvort hún væri að bera víurnar í Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Baldur. Hann telur hins vegar að Katrín muni fyrst reyna að mynda stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum og Viðreisn. „Hún gæti hins vegar hafa verið að stíga skref í átt til Sjálfstæðisflokksins. Svo er alveg hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og VG fái þriðja flokkinn til liðs við sig til að auðvelda samstarfið og auðvelda réttlætinguna á því að fara saman,“ segir Baldur. Hann segir að það gæti reynst erfitt fyrir grasrót Vinstri grænan og flokksstofnanirnar að samþykkja stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „En, þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, eru líklega nær hvor öðrum í miklum deilumálum í samfélaginu eins og stjórnarskránni, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum heldur en til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin,“ segir Baldur og segir því þetta stjórnarsamstarf ekki ómögulegt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Viðreisn er í lykilstöðu Stjórnarmyndunarumboðið mun ráðast af því hvað Benedikt Jóhannesson og Viðreisn velur að mati stjórnmálafræðings. 29. október 2016 23:37