Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 31. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna vísir/hanna Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira