Vel tekið á móti stelpunum okkar í skóla í Chongqing | Eins og Justin Bieber væri mættur á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 13:00 Myndir/KSÍ/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Kína í gær en í dag fóru þær í skemmtilega heimsókn í skóla í Chongqing en það er borgin þar sem æfingamótið fer fram. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins segir að enginn hafi von á því sem tók við leikmönnum. „Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn,“ segir í frétt á heimasíðunni. Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir heimsóttu skólann ásamt starfsfólki KSÍ og fengu allir blóm við komuna. Síðan var gengið á gervigrasvöll skólans þar sem lið skólans var kynnt og í ræðuhöldum var meðal annars talað um að mikið væri lagt upp úr því að hafa öflugt fótboltalið í skólanum. Stelpurnar okkar spiluðu svo við krakkana og sýndu kínversku ungmennin flotta takta á vellinum. Eftir leikinn voru teknar ótal myndir og eiginhandaráritanir gefnar en á stundum ætlaði allt um koll að keyra sökum æsings krakkana. Allir fengu þó að lokum mynd og áritun og þökkuðu krakkarnir fyrir sig með því að gefa öllum myndir sem þau sjálf höfðu gert. Það er hægt að finna skemmtilegar myndir Hilmars Þórs Guðmundssonar Norðfjörð inn á Facebook-síðu KSÍ en einnig hér fyrir neðan.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú statt í Kína þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti með heimakonum og tveimur öðrum þjóðum. Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Kína í gær en í dag fóru þær í skemmtilega heimsókn í skóla í Chongqing en það er borgin þar sem æfingamótið fer fram. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins segir að enginn hafi von á því sem tók við leikmönnum. „Á skólalóðinu voru yfir 1000 krakkar með íslenska og kínverska fána og mætti halda að sjálfur Justin Bieber væri mættur á svæðið, slíkur var æsingurinn,“ segir í frétt á heimasíðunni. Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir heimsóttu skólann ásamt starfsfólki KSÍ og fengu allir blóm við komuna. Síðan var gengið á gervigrasvöll skólans þar sem lið skólans var kynnt og í ræðuhöldum var meðal annars talað um að mikið væri lagt upp úr því að hafa öflugt fótboltalið í skólanum. Stelpurnar okkar spiluðu svo við krakkana og sýndu kínversku ungmennin flotta takta á vellinum. Eftir leikinn voru teknar ótal myndir og eiginhandaráritanir gefnar en á stundum ætlaði allt um koll að keyra sökum æsings krakkana. Allir fengu þó að lokum mynd og áritun og þökkuðu krakkarnir fyrir sig með því að gefa öllum myndir sem þau sjálf höfðu gert. Það er hægt að finna skemmtilegar myndir Hilmars Þórs Guðmundssonar Norðfjörð inn á Facebook-síðu KSÍ en einnig hér fyrir neðan.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Sjá meira