Evrópa fer ekki neitt! Andrés Pétursson skrifar 22. október 2016 07:00 Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Andrés Pétursson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð!
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun