Skuldum við eldra fólki eitthvað? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. október 2016 13:58 Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar