Látum spárnar rætast! Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. október 2016 09:00 Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar