Fitusmánun eftir fegurðarsamkeppni Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 28. október 2016 14:49 Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun