Máttur Facebook skilaði atkvæðinu heim frá Kanada Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:06 Aðalheiður. Skjáskota af heimasíðu CBC. Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi. Kosningar 2016 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Sjá meira
Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Sjá meira