Souness: Liverpool getur orðið meistari Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 12:30 Souness og Henry ræddu stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer annað kvöld. Vísir/Getty Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Graham Souness, Thierry Henry og Gianluca Vialli ræddu stórleik Liverpool og Manchester United á Skysports í gær en leikurinn fer fram annað kvöld. Leikurinn á Anfield hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Graham Souness, fyrrverandi fyrirliði og þjálfari Liverpool, er á því að Liverpool eigi góða möguleika á meistaratitlinum sýni þeir góða frammistöðu á móti United. „Rígurinn á milli Liverpool og United er sá stærsti í enskum fótbolta,“ sagði Souness á Skysports í gær og bætti við að liðið úr Bítlaborginni geti sent skýr skilaboð á morgun. „Liverpool hefur ekki unnið titilinn í meira en 20 ár og þeir eru meira en til í að senda skýr skilaboð á morgun. Geri þeir það þá eiga þeir góðan möguleika á titlinum. Sem stuðningsmaður Liverpool yrði ég ánægður með sæti í topp fjórum, en margir stuðningsmenn eru örugglega að hugsa um eitthvað meira en það“. Manchester United hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjunum í deildinni og Thierry Henry, fyrrverandi framherji Arsenal, segir að United standi frammi fyrir stórri prófraun á morgun. „Í augnablikinu er United ekki að spila sérstaklega vel. Þeir hafa náð í úrslit en ekki spilað mjög vel,“ sagði Henry á Skysports í gær. „Í fyrra undir stjórn Louis Van Gaal stjórnaði United þessum stóru leikjum vel, en kannski ekki öðrum. Þetta snýst um hvernig þeir munu bregðast við því sem Liverpool mætir þeim með, hvaða andlit þeir muni sýna,“ bætti Henry við. „Ef United nær að komast framhjá pressu Liverpool, náð langri sendingu á Zlatan og spilað úr því þá gæti það verið taktíkin. Það gæti verið aðferðin að leika gegn Liverpool og það virkaði vel hjá Burnley.“ Gianluca Vialli, sem lék með Chelsea á árum áður, er á því að Liverpool eigi meiri möguleika á titlinum í ár. „Þetta er vendipunktur fyrir bæði lið held ég. Liverpool vill berjast um titilinn. Ef þeir ná upp stöðugleika og eru með á hreinu hvenær þeir eiga að pressa og hvenær að bíða, þá held ég að þeir séu með fleiri möguleika framarlega á vellinum,“ sagði Vialli. „Í mínum augum vita leikmenn Liverpool betur hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Jose Mourinho er enn að vinna með leikmönnum United í að búa til stöðugt leikkerfi og finna rétta leikmenn í réttar stöður á vellinum,“ sagði Vialli að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Íslenski boltinn