Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 10:25 Benedikt segir Sjálfstæðisflokkinn vera Framsóknarflokk. visir/gva Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla. Kosningar 2016 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útilokar þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Benedikt var í viðtali í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Benedikt hefur mátt svara fyrir það allt frá því að flokkurinn lét að sér kveða í kosningabaráttu hvort Viðreisn væri ekki hækja Sjálfstæðisflokksins eða einhvers konar útgáfa af honum? Enda má segja að tilurð flokksins megi rekja til kosningasvika Sjálfstæðisflokksins í ESB-aðildarviðræðumálinu og margir stofnfélaga koma úr Sjálfstæðisflokknum. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vakti mikla athygli. Viðreisn hefur hins vegar tekið fremur dræmt í slíkt boð sem hefur vakið þær raddir að Viðreisn hafi það eitt í hyggju að vera þriðja hjól í ríkisstjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka. Benedikt tók af öll tvímæli í morgun í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson; sagði áherslur Viðreisnar í veigamiklum atriðum frábrugðnar þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt uppúr með á yfirstandandi kjörtímabili. Reyndar í öllum veigamestu málum. „Það verður ekki slík ríkisstjórn,“ sagði Benedikt þegar gengið var á hann með það að atkvæði greitt Viðreisn væri ekki atkvæði greitt núverandi stjórn. Þá vakti athygli að Benedikt kallaði Sjálfstæðisflokkinn Framsóknarflokk í þættinum Forystusætið á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Hann vandaði þeim reyndar ekki kveðjurnar og sagði að Viðreisn væri ekki stofnað með það fyrir augum að næla sér í ráðherrastóla.
Kosningar 2016 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira