Flakkarar og sérvitringar í galleríi i8 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 10:15 Nokkrir af karakterunum á sýningunni Annars vegar fólk eftir Birgi Andrésson. Hér sjást þau Sólon Íslandus (Sölvi Helgason), Oddur sterki af Skaganum, Hallbera Hekla og Pétur prentari. Vísir/Stefán „Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016. Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Verkið Annars vegar fólk er líflegt persónugallerí, með 60 myndum af kynlegum kvistum sem stóðu á jaðri samfélagsins á 19. öld og í byrjun þeirrar 20,“ segir Þorlákur Einarsson hjá i8. Þar er hann að lýsa listaverki eftir Birgi Andrésson myndlistarmann (1955-2007) sem er til sýnis í Galleríi i8 í Tryggvagötu 16 fram til 28. október. „Þetta eru myndir sem Birgir gróf upp hér og þar og stækkaði, ljósmyndir, póstkort og í nokkrum tilvikum teikningar af Íslendingum sem voru utangarðs í þjóðfélaginu. Þetta voru flakkarar og sérvitringar, mismiklir gæfumenn en margir þekktir meðal samferðamanna,“ segir Þorlákur og vitnar í Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing sem benti á að flækingar hafi, ásamt skáldum og stjórnmálamönnum, verið fræga fólkið á Íslandi á sinni tíð.Ein af myndunum á sýningunni Annars vegar fólk er af Gústa guðsmanni. Fréttablaðið/StefánEn eru myndirnar merktar? „Já, það er hægt að lesa nöfn allra á myndunum sjálfum, eða þau nöfn sem menn gengust við á sínum tíma sem oft voru gælunöfn. Upphaflega var þetta verk, Annars vegar fólk, sýnt 1991. Það kom síðast fyrir sjónir manna árið 2006 þegar það var á stórri heildarsýningu á verkum Birgis, meðan hann var enn á lífi, að sögn Þorláks. Hann áréttar að verkið verði ekki uppi nema tíu daga. „Það er hluti sýningarinnar 4 Parts Divided sem er fjórlaga og hvert verk er sýnt í tíu daga,“ útskýrir hann. Birgir Andrésson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1995, þá sýndi hann mismunandi útgáfur íslenska fánans prjónaða í sauðalitunum. Seinna gerði hann verkið Sameinaðir stöndum vér, þar sem hann tefldi saman íslenska, bandaríska og breska fánanum, líka prjónuðum í sauðalitunum og lék sér þannig með það þjóðlega og alþjóðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. október 2016.
Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“