Með góðri kveðju frá Trump Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. október 2016 09:36 Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast!
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar