Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2016 06:30 Björt Ólafsdóttir þingmaður leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. vísir/stefán „Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
„Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00