Myndlistin og samfélagið Dagur B. Eggertsson skrifar 8. október 2016 07:00 Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun