Mínir innstu sálarstrengir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2016 10:30 Sigurður Helgi og Unnur Helga frumflytja í kvöld lög sem samin eru við ljóð þjóðskálda. „Þetta er frumraun mín sem tónskáld á opinberum vettvangi,“ segir Sigurður Helgi Oddsson um tónleika sína og Unnar Helgu Möller sópransöngkonu í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í kvöld. Þar frumflytja þau einsöngslög eftir Sigurð Helga við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu og fleiri íslensk ljóðskáld. Tónskáldið verður á píanóinu. Sigurður Helgi er hálfur Húnvetningur og hálfur Akureyringur en býr nú í Reykjavík og starfar við undirleik, kórstjórn og kennslu, auk tónsmíðanna. „Ég tel mig hafa erft músíkina frá ömmu á Hvammstanga og hennar fjölskyldu,“ segir Sigurður Helgi sem, eftir nám við tónlistarskóla Akureyrar, hélt út til Boston að læra píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Í sköpuninni kveðst hann sækja í heimspekilegar hugmyndir um lífið og tilveruna, veruleikann og listina, sálina, sjálfið og alheiminn. „Tónlistin er mjög persónuleg og þetta er í fyrsta skipti sem fólk fær að kynnast mínum innstu sálarstrengjum,“ segir hann. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Þeir verða endurteknir í Akureyrarkirkju á laugardaginn. „Unnur Helga er Akureyringur og Akureyri er minn annar heimastaður. Því vildum við drífa okkur norður sem fyrst,“ segir Sigurður Helgi til skýringar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er frumraun mín sem tónskáld á opinberum vettvangi,“ segir Sigurður Helgi Oddsson um tónleika sína og Unnar Helgu Möller sópransöngkonu í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í kvöld. Þar frumflytja þau einsöngslög eftir Sigurð Helga við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu og fleiri íslensk ljóðskáld. Tónskáldið verður á píanóinu. Sigurður Helgi er hálfur Húnvetningur og hálfur Akureyringur en býr nú í Reykjavík og starfar við undirleik, kórstjórn og kennslu, auk tónsmíðanna. „Ég tel mig hafa erft músíkina frá ömmu á Hvammstanga og hennar fjölskyldu,“ segir Sigurður Helgi sem, eftir nám við tónlistarskóla Akureyrar, hélt út til Boston að læra píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Í sköpuninni kveðst hann sækja í heimspekilegar hugmyndir um lífið og tilveruna, veruleikann og listina, sálina, sjálfið og alheiminn. „Tónlistin er mjög persónuleg og þetta er í fyrsta skipti sem fólk fær að kynnast mínum innstu sálarstrengjum,“ segir hann. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Þeir verða endurteknir í Akureyrarkirkju á laugardaginn. „Unnur Helga er Akureyringur og Akureyri er minn annar heimastaður. Því vildum við drífa okkur norður sem fyrst,“ segir Sigurður Helgi til skýringar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira