Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2016 11:28 Björt vildi ekki sitja undir kjaftæði hins miðaldra kalls sem birtist henni í líki Jóns Gunnarssonar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent