Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. september 2016 22:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta. Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta.
Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00