Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. september 2016 16:45 Býður sig aðeins fram ef Sigmundur Davíð nær ekki endurkjöri. Vísir Eygló Harðardóttir, Félags- og húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hún hygðist gefa kost á sér í varaformannsembætti Framsóknarflokksins verði kosinn nýr formaður. Eygló er sú fyrsta sem gefur kost á sér í embætti varaformanns en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sinnir því starfi í dag. Sigurður Ingi hefur gefið kost á sér sem formaður og fer því á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sitjandi formanni en kosið verður um stöðuna um næstu helgi.Hvers vegna skiptir það þig máli að bjóða þig aðeins fram eins lengi og það verða formannsskipti?„Við í þingflokknum töldum mikilvægt að núverandi formaður fengi tækifæri til þess að fara yfir sín mál og endurvinna traust, bæði innan flokks og í samfélaginu. Eftir að hafa heyrt í fjölmörgum flokksmönnum sem hafa verið að kalla eftir breytingum á forystu flokksins, tel ég að það hafi ekki tekist,“ segir Eygló.Nauðsynlegt að fá nýjan formannEygló er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að nýr formaður taki við á komandi flokksþingi og vill gjarnan bjóða fram þjónustu sína í varaformannsembættið taki nýr formaður við.Almenningur hefur fengið mjög misvísandi upplýsingar úr ykkar herbúðum. Sigmundur segir mikinn stuðning vera við sig en Sigurður Ingi segist bjartsýnn á að ná kosningu. Hvernig er þín tilfinning? Verða formannsskipti um næstu helgi? „Við gefum kost á okkur. Það eru á milli 800 til 1000 manns sem eiga seturétt á flokksþinginu. Þetta er í þeirra höndum. Það eru þeir sem taka ákvörðun um hverjum þeir treysta best til þess að koma okkar málefnum á framfæri. Hverjum þeir treysta til þess að geta talað fyrir þeim hugsjónum og hugmyndum sem við viljum fara í á næsta kjörtímabili. Ég veit að Framsóknarmenn muna vanda sig við þetta val.“Hefur þér fundist eins og málefni einstakra aðila í flokknum hafi staðið í vegi fyrir því að málefni flokksins fyrir komandi kosningar komist á framfæri? „Vorið síðasta og það sem kom upp á þar sem leiddi til þess að formaðurinn þurfti að víkja sem forsætisráðherra reyndust okkur mjög erfið. Þetta var mikið áfall. Við töldum mjög mikilvægt að hann fengi tækifæri til þess að fara í gegnum þetta persónulega en líka gagnvart flokksmönnum og almenningi. Við vildum gefa honum tækifæri á því að endurvinna traust aftur. Í ljósi þeirra samtala sem ég hef átt, bæði innan flokks og utan, þá tel ég að það hafi ekki tekist. Þess vegna verðum við að gera breytingar svo við getum talað um þau góðu verk sem við höfum unnið á þessu kjörtímabili og þær áherslur sem við munum hafa inn í það næsta.“Getur þú sagt okkur eitthvað um þær áherslur?„Við fórum inn í síðasta kjörtímabil með þær áherslur að lækka skuldir heimillana og hækka laun. Við trúðum það að með áherslum gætum við hækkað tekjur ríkissjóðs og það hefur sýnt sig. Sú staða er komin upp núna að við erum að skila ríkissjóð í verulegum afgangi. Við höfum verið að bæta inn í velferðarkerfið en á næsta kjörtímabili getum við gert enn betur. Af sama skapi eru stórar ákvarðanir sem snúa að þeirri óvenjulegri stöðu að við erum nánast komin með allt fjármálakerfið í hendur ríkisins. Við viljum að nýtt fjármálakerfi verði til þess að þjónusta heimilunum á landinu en ekki að þetta verði eins og var hér að við dönsum eftir því sem fjármálaöflin vilja.“Ertu þá að tala um að selja bankana?„Ég var að leggja áherslu á að það þyrfti að vera skýrt að það fjármálakerfi sem við byggjum hér upp þyrfti að vera í þágu almennings en ekki að það verði sjónarmið eins og græðgi, bónusgreiðslur eða sambærilegur hugsanagangur og einkenndi Ísland árin fyrir hrun nái aftur yfir.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Félags- og húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hún hygðist gefa kost á sér í varaformannsembætti Framsóknarflokksins verði kosinn nýr formaður. Eygló er sú fyrsta sem gefur kost á sér í embætti varaformanns en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sinnir því starfi í dag. Sigurður Ingi hefur gefið kost á sér sem formaður og fer því á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sitjandi formanni en kosið verður um stöðuna um næstu helgi.Hvers vegna skiptir það þig máli að bjóða þig aðeins fram eins lengi og það verða formannsskipti?„Við í þingflokknum töldum mikilvægt að núverandi formaður fengi tækifæri til þess að fara yfir sín mál og endurvinna traust, bæði innan flokks og í samfélaginu. Eftir að hafa heyrt í fjölmörgum flokksmönnum sem hafa verið að kalla eftir breytingum á forystu flokksins, tel ég að það hafi ekki tekist,“ segir Eygló.Nauðsynlegt að fá nýjan formannEygló er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að nýr formaður taki við á komandi flokksþingi og vill gjarnan bjóða fram þjónustu sína í varaformannsembættið taki nýr formaður við.Almenningur hefur fengið mjög misvísandi upplýsingar úr ykkar herbúðum. Sigmundur segir mikinn stuðning vera við sig en Sigurður Ingi segist bjartsýnn á að ná kosningu. Hvernig er þín tilfinning? Verða formannsskipti um næstu helgi? „Við gefum kost á okkur. Það eru á milli 800 til 1000 manns sem eiga seturétt á flokksþinginu. Þetta er í þeirra höndum. Það eru þeir sem taka ákvörðun um hverjum þeir treysta best til þess að koma okkar málefnum á framfæri. Hverjum þeir treysta til þess að geta talað fyrir þeim hugsjónum og hugmyndum sem við viljum fara í á næsta kjörtímabili. Ég veit að Framsóknarmenn muna vanda sig við þetta val.“Hefur þér fundist eins og málefni einstakra aðila í flokknum hafi staðið í vegi fyrir því að málefni flokksins fyrir komandi kosningar komist á framfæri? „Vorið síðasta og það sem kom upp á þar sem leiddi til þess að formaðurinn þurfti að víkja sem forsætisráðherra reyndust okkur mjög erfið. Þetta var mikið áfall. Við töldum mjög mikilvægt að hann fengi tækifæri til þess að fara í gegnum þetta persónulega en líka gagnvart flokksmönnum og almenningi. Við vildum gefa honum tækifæri á því að endurvinna traust aftur. Í ljósi þeirra samtala sem ég hef átt, bæði innan flokks og utan, þá tel ég að það hafi ekki tekist. Þess vegna verðum við að gera breytingar svo við getum talað um þau góðu verk sem við höfum unnið á þessu kjörtímabili og þær áherslur sem við munum hafa inn í það næsta.“Getur þú sagt okkur eitthvað um þær áherslur?„Við fórum inn í síðasta kjörtímabil með þær áherslur að lækka skuldir heimillana og hækka laun. Við trúðum það að með áherslum gætum við hækkað tekjur ríkissjóðs og það hefur sýnt sig. Sú staða er komin upp núna að við erum að skila ríkissjóð í verulegum afgangi. Við höfum verið að bæta inn í velferðarkerfið en á næsta kjörtímabili getum við gert enn betur. Af sama skapi eru stórar ákvarðanir sem snúa að þeirri óvenjulegri stöðu að við erum nánast komin með allt fjármálakerfið í hendur ríkisins. Við viljum að nýtt fjármálakerfi verði til þess að þjónusta heimilunum á landinu en ekki að þetta verði eins og var hér að við dönsum eftir því sem fjármálaöflin vilja.“Ertu þá að tala um að selja bankana?„Ég var að leggja áherslu á að það þyrfti að vera skýrt að það fjármálakerfi sem við byggjum hér upp þyrfti að vera í þágu almennings en ekki að það verði sjónarmið eins og græðgi, bónusgreiðslur eða sambærilegur hugsanagangur og einkenndi Ísland árin fyrir hrun nái aftur yfir.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira