Gunnar segir grafið undan formanninum Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Þegar allt lék í lyndi. Nú berjast þau um stjórnartaumana í flokknum. Sigurður Ingi og Eygló gegn Sigmundi Davíð og Lilju Alfreðsdóttur. Gunnar Bragi styður síðarnefnda hópinn dyggilega. Brátt kemur í ljós hvorir hafa betur. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur herst í stuðningi sínum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson eftir atburði síðustu daga. Segir hann Sigurð Inga og Eygló Harðardóttur hafa unnið saman að því að grafa undan formanni flokksins og segir það svik. „Ég styð enn þá Sigmund Davíð eins og ég hef stutt hann alla tíð og hef bara herst í þeirri afstöðu eftir vendingar helgarinnar. Það sem ég á við með því er að Eygló og Sigurður Ingi hafa unnið að því í sameiningu að grafa undan formanni flokksins og ætla sér að komast til valda í flokknum,“ segir Gunnar Bragi. „Átökin eru augljós en ef við kjósum sterka forystu með Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur þá tel ég okkur geta náð góðum árangri í kosningunum í lok október og komist í ríkisstjórn.“Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á AkureyriLilja Dögg Alfreðsdóttir sagðist í gær einnig styðja formanninn til endurkjörs. Því hafa allir oddvitar Framsóknarflokksins gefið upp afstöðu sína. Oddvitarnir í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi stefna báðir á formannssætið en hinir fjórir skiptast jafnt á milli þeirra. Því eru átakalínurnar nokkuð augljósar í flokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir flokkinn augljóslega klofinn í afstöðu sinni. „Þetta virðist vera farið að skýrast nokkuð mikið. Þó flokkurinn sé alls ekki klofinn í afstöðu til málefna þá er klofningur innan flokksins um það hver eigi að stjórna honum í nánustu framtíð,“ segir Grétar Þór. Gunnar Bragi segir Sigmund Davíð líklegan til að geta komið flokknum í ríkisstjórn og blæs á þær vangaveltur að fáir vilji vinna með honum. „Þegar í kosningar og svo stjórnarmyndunarviðræður er komið velta menn því ekki fyrir sér og láta það ekki hafa áhrif á sig. Sigmundur hefur sýnt það að hann getur unnið stórsigra og er vel til þess fallinn að leiða flokkinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25